Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. mars 2018 09:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Furðar sig á því að Balotelli sé ekki í landsliðshóp
Balotelli hefur verið flottur á þessu tímabili.
Balotelli hefur verið flottur á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli hefur verið að gera frábæra hluti með Nice í Frakklandi en var þrátt fyrir það ekki valinn í hóp Ítalíu fyrir komandi vináttuleiki. Luigi Di Biagio, þjálfari U21 árs landsliðs Ítalíu, mun stýra A-landsliðinu í vináttuleikjum gegn Argentínu og Englandi.

Skrautlegi umboðsmaðurinn Mino Raiola hefur verið að tala mikið um kúnna sína að undanförnu og segir það fáranlegt að Balotelli sé ekki í landsliðshópi Ítala.

Balotelli hefur skorað 22 mörk í 31 leik á tímabilinu með Nice. Greinilega er það ekki nógu gott fyrir Luigi Di Biagio sem hefur valið hóp sinn fyrir næstkomandi vináttuleiki.

Við erum mjög svekktir. Við fengum engar skýringar, ef markahlutfall Balotelli er ekki nógu gott þá er eitthvað vitlaust í kerfinu. Þjálfarinn er ekki vandamálið, heldur leikkerfið sem hann ætlar að spila," sagði Raiola.

Við erum að tala um landslið sem hefur engin markmið fyrir framtíðina svo þetta kemur kannski ekki á óvart. Landslið eiga vera aðeins með bestu leikmennina, ef þú hefur verið að standa þig þá áttu skilið að fá þitt sæti í liðinu," sagði Raiola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner