mið 21. mars 2018 23:30
Hafliði Breiðfjörð
Santa Clara
Landsliðið fagnaði fjölbreytileikanum í mislitum sokkum
Icelandair
Frá æfingunni í dag. Eins og sjá má er enginn leikmanna Íslands í samstæðum sokkum.
Frá æfingunni í dag. Eins og sjá má er enginn leikmanna Íslands í samstæðum sokkum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn og starfsmenn íslenska landsliðsins mættu í mislitum sokkum þegar liðið æfði í San Jose í Bandaríkjunum í dag.

Ástæðan fyrir þessu er að í dag er alþjóðadagur Downs heilkennis og með þessu vildu leikmennirnir taka þátt í þeim degi.

Ólafur Ingi Skúlason miðjumaður Íslands á son sem er með Downs heilkennið en fyrir hans tilstuðlan gerði liðið þetta í fyrsta sinn í Parma á Ítalíu fyrir sléttu ári síðan.

Við það tilefni ræddi Ólafur Ingi við Fótbolta.net og sagði: „Í dag er alþjóðadagur down og til að vekja athygli á deginum og fagna fjölbreytileikanum fer fólk í sitthvorn sokkinn í dag og helst litríka. Við erum glaðir með að fá að taka þátt í því fyrir svona gott málefni."
Athugasemdir
banner