mið 21. mars 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
O'Neill: Walters vill spila til 64 ára aldurs
Jonathan Walters.
Jonathan Walters.
Mynd: Getty Images
Martin O'Neill, landslisðþjálfari Íra, vonast til að Jonathan Walters framherji Burnely haldi áfram að spila með landsliðinu næstu árin.

Daryl Murphy og Wes Hoolahan hafa báðir hætt að spila með írska landsliðinu að undanförnu en O'Neill segir að Walters hafi alla burði til að spila mun lengur.

Walters er meiddur þessa dagana og verður ekki með gegn Tyrkjum á föstudag en O'Neill fundaði með honum á dögunum og segist vonast til að hann haldi áfram með landsliðinu.

„Ég vil að Jon haldi áfram en það veltur á því hvernig hlutirnir fara næstu mánuðina," sagði O'Neill.

„Ég tel að Jon vilji ennþá spila þegar hann verður 64 ára gamall," bætti þjálfarinn við léttur í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner