Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. mars 2018 09:39
Magnús Már Einarsson
Sjáðu mörkin sem Kolbeinn skoraði með varaliðinu
Icelandair
Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net.
Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson skoraði tvívegis fyrir varalið Nantes í 2-0 sigri á Mulsanne-Teloché um helgina. Kolbeinn skoraði bæði mörkin af stuttu færi eins og sjá má hér að neðan.

„Það var frábært að finna aftur tilfinninguna þegar maður er að spila, og að skora líka þó fyrra markið hafi bara verið eitthvað pot. Það er æðislegt fyrir mig að vera kominn aftur á völlinn. Ég þarf leikform og líkaminn að venjast því aftur að spila fótbolta en ég tel mig vera á góðum stað," sagði Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Kolbeinn er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Mexíkó og Perú en hvernig telur hann möguleikana á að fara á HM í sumar vera?

„Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti."

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild

Hér að neðan má sjá mörkin sem Kolbeinn skoraði með varaliðinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner