mið 21. mars 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Southgate passar að leikmenn borði ekki á Starbucks
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sé ekki mikill aðdáandi Starbucks.

Liðið er nú við æfingar fyrir vináttulandsleiki gegn Hollandi og Ítalíu, en þessir leikir eru liður í undirbúningnum fyrir HM í Rússlandi. Á meðan leikmenn eru í þessu verkefni fá þeir ekki að gæða sér á gómsætum samlokum og múffum sem eru í boði á Starbucks.

Southgate hefur nefnilega látið taka allan mat af matseðli Starbucks kaffihússins á hótelinu sem enska landsliðið gistir á.

Leikmenn geta núna aðeins pantað sér kaffi, te eða vatn ef þeir fara á Starbucks en þetta gildir þó ekki bara um leikmennina, líka um starfsliðið og aðra viðskiptavini.

Starfsmönnum á Starbucks á hóteli enska landsliðsins hefur einnig verið bannað að setja síróp í kaffidrykki leikmanna.

Southgate er ekki fyrsti þjálfarinn sem setur matarreglur á leikmenn sína. Hefur Pep Guardiola til að mynda verið þekktur fyrir að gera það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner