Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. apríl 2014 10:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Framtíð Moyes í óvissu
Powerade
Það eru erfiðir tímar hjá David Moyes.
Það eru erfiðir tímar hjá David Moyes.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er í styttri kantinum í dag á öðrum degi páska.



Barcelona ætlar að reyna að fá David Luiz frá Chelsea í sumar. Börsungar vonast til að félagaskiptabanninu sem félagið var dæmt í á dögunum verði aflétt. (Daily Mirror)

Tim Sherwood, stjóri Tottenham, óttast að félagið muni missa Christian Eriksen í sumar. (Daily Mail)

Manchester United hefur fengið þau skilaboð frá Southampton að Adam Lallana verði ekki ódýr þar sem fyrrum félag hans Bournemouth mun fá 25% af kaupverðinu. (Daily Mirror)

Antonio Nocerino og Pablo Armero vilja vera lengur hjá West Ham en þeir eru á láni frá AC Milan og Napoli. (The Sun)

Framtíð David Moyes hjá Manchester United er í óvissu eftir frammistöðu liðsins gegn Everton í gær. (Daily Telegraph)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hlustar ekki á að of litlar breytingar á liðinu milli leikja hafi kostað liðið titilinn. (Daily Express)

Paul Lambert ætlar að ræða framtíð sína hjá Aston Villa við Randy Lerner eiganda félagsins eftir tímabilið. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner