Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 21. apríl 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Francesco Totti: Markmiðið var að komast í Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Francesco Totti, fyrirliði AS Roma á Ítalíu, fagnar endurkomu liðsins í Meistaradeild Evrópu en eftir sigur liðsins á Fiorentina var ljóst að liðið myndi spila í riðlakeppninni á næsta tímabili.

Radja Nainggolan skoraði sigurmark liðsins gegn Fiorentina á laugardag en nú er Roma með fjórtán stiga forskot á Napoli sem er í þriðja sæti deildarinnar þegar einungis tólf stig eru eftir í pottinum.

Það er útlit fyrir að Juventus taki þó deildina í ár en Totti var þó ánægður með endurkomu Roma í Meistaradeild Evrópu.

,,Við erum í skýjunum með að hafa komist í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta tímabili, því það var markmið okkar fyrir tímabilið og við höfum náð því fyrir lok apríl sem er mjög svo ánægður með," sagði Totti.
Athugasemdir
banner
banner
banner