banner
   mán 21. apríl 2014 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Xavi: Leyfið Messi að vera í friði
Mynd: Getty Images
Xavi, leikmaður Barcelona á Spáni, hefur sagt fólki að láta Lionel Messi í friði og að of mikil ábyrgð sé sett á argentínska leikmanninn.

Barcelona hefur ekki gengið alltof vel í undanförnum leikjum og er útlit fyrir að þetta tímabil verði titlalaust en liðið tapaði úrslitaleik spænska bikarsins og datt þá úr Meistaradeild Evrópu.

Messi hefur þá verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðuna á tímabilinu þrátt fyrir að hafa landað titlinum sem besti leikmaður heims í fjögur skipti í röð áður en Cristiano Ronaldo tók titilinn á dögunum.

,,Það er oft farið fram á svo mikið frá honum. Þið verðið að láta hann í friði og leyfa honum að vinna sína vinnu," sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner