Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. apríl 2015 12:45
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin
Nýliðinn - „Var stressaður að flytja í borgina"
Hallgrímur Mar er nýliði hjá Víking.
Hallgrímur Mar er nýliði hjá Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Mar fagnar marki með Víkingi í vetur.
Hallgrímur Mar fagnar marki með Víkingi í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hitar upp fyrir Pepsi-deildina með því að kynna liðin í þeirri röð sem þeim er spáð. Meðfram því kynnum við einn nýliða í hverju liði, leikmann sem gekk í raðir þess fyrir tímabilið.

Nafn: Hallgrímur Mar Bergmann Steingrímsson
Aldur: 24 ára.
Staða: Sóknarmaður
Fyrri félög: Völsungur, KA

Hvaða væntingar hefur þú til sumarsins hjá liðinu: Gera betur en í fyrra, leggja sig 110% fram og spila skemmtilegan og fallegan fótbolta.

Hvernig finnst þér búningur liðsins: Mjög fallegur, sá fallegasti á landinu ásamt KA og Völsungs búningunum.

Í hvernig takkaskóm spilar þú: Ég er með mjög mikla skósýki og flakka mikið á milli, en Nike eru í uppáhaldi hjá mér og er í vapor eða magista.

Hvert er þitt helsta afrek sem knattspyrnumaður: Ég hef nú ekki afrekað mikið því miður, ekki enn allavega. En ætli það sé ekki að vera valinn í lið ársins í 1. deild og vera valinn bestur hjá KA.

Hefð á leikdegi: Ég hef því miður ekki neina hefð á leikdegi, nema vera í stuði eins og góður maður sagði mér. Það er það sem skiptir öllu máli.

Afhverju valdir þú að fara í Víking: Mjög flott þjálfarateymi sem sýndi hvað mestan áhuga á að fá mig og metnaðarfullur klúbbur með skýr markmið sem heilluðu mig mikið.

Hvernig hafa fyrstu mánuðir hjá nýju liði verið: Þeir hafa verið mjög fínir, þrátt fyrir meiðsli sem hafi komið í veg fyrir að ég hef getað æft á fullu með liðinu eftir áramót. En þetta er þéttur og mjög skemmtilegur hópur svo það er ekki yfir neinu að kvarta.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði: Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson.

Hverju værir þú til í að breyta hjá félaginu: Það er ekki yfir neinu að kvarta.

Skilaboð til stuðningsmanna: Við hvetjum ykkur öll til þess að mæta á völlin og styðja við bakið á okkur. Við lofum skemmtilegu sumri. Áfram Víkingur!

Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur undanfarin ár slegið í gegn í 1.deildinni með KA og vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína þar. Í vetur tók hann skrefið í efstu deild og gekk til liðs við Víkinga. Óheppnin hefur þó elt Hallgrím síðan hann kom í Víking en hann sleit liðþófa á vinstra hné í febrúar mánuði. Aðgerðin sem hann fór í þá, gekk ekki eftir og hann er því á leið í sína aðra aðgerð í vikunni.

,,Ég verð frá í fjórar vikur eftir speglunina. Ég verð vonandi fljótur að ná mér en ég missi líklega af öllum maí," segir Hallgrímur sem hefur því ekki spilað knattspyrnuleik síðan í janúar vegna meiðslana.

,,Það verður því erfiðara að koma til baka þar sem deildin verður komin á fullt þegar ég kem til baka. Þetta er frekar svekkjandi. Ég þarf hinsvegar að vinna bara aðeins harðar og koma sterkur til baka og sýna mig og sanna í efstu deild."

,,Ég sé enga ástæðu til að stefna á að gera ekki betur en í fyrra. Við erum með sterkara lið en í fyrra og ég er bjartsýnn á tímabilið. Það verður spennandi að taka þátt í Evrópukeppninni, skemmtilegur bónus fyrir liðið," segir Hallgrímur Mar sem flutti í Reykjavíkina í vetur eftir að hafa búið fyrir norðan allt sitt líf. Hann segir að tíminn í Reykjavík hafi komið sér á óvart.

,,Ég var pínu stressaður að flytja í Reykjavík. Ég kann hinsvegar betur við mig hér heldur en ég bjóst við. Mér fannst þetta vera heldur stórt fyrir litla feimna manninn eins og mig. Það sem hefur komið mér mest á óvart, er hvað er hægt að gera mikið hérna, það er allt hérna. Það er fínt að breyta aðeins til," segir Hallgrímur Mar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner