Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Reuters 
Sepp Blatter: Haldið ykkur heima!
Sepp Blatter og Geir Þorsteinsson.
Sepp Blatter og Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sepp Blatter forseti FIFA er með einföld skilaboð til þeirra sem vilja ekki að Heimsmeistaramótið í fótbolta fari fram í Rússlandi árið 2018; 'Haldið ykkur heima!'

Blatter kom til Rússlands í gær og skoðaði þar leikvanginn í Sochi sem notaður verður á mótinu.

,,Ef nokkrir pólitíkusar eru ekki sérlega ánægðir með að við skulum halda Heimsmeistaramótið í Rússlandi, þá segi ég alltaf við þá; 'Nú jæja, haldið ykkur á heima'," sagði Blatter við fréttamenn en hann hitti Vladimir Putin Rússlandsforseta við þetta tilefni.

Mótið verður haldið í 11 borgum í Rússlandi og undirbúningur er í fullum gangi. Blatter er hæstánægður með undirbúninginn og gefur honum fimm stjörnur.

Fyrr í mánuðinum skoraði hópur bandarískra þingmanna á FIFA að hætta við að halda mótið í Rússlandi vegna hlutdeildar þeirra í stríðsástandinu í Úkraínu. Petro Poroshenko Úkraínuforseti vill líka að hætt verði við að halda mótið í Rússlandi nema Rússar dragi herlið sitt til baka.
Athugasemdir
banner
banner
banner