Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. apríl 2015 11:39
Elvar Geir Magnússon
Telur að Man Utd hafi forskot í baráttunni um Depay
Fer hann í enska boltann?
Fer hann í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Mikil umræða er í gangi í Hollandi um framtíð Memphis Depay. Bayern München hefur blandað sér í baráttuna um þennan 21 árs sóknarmann PSV Eindhoven.

Á Englandi er talað um að Manchester United og Liverpool vilji fá leikmanninn.

Talksport ræddi við Ronald de Boer um Depay og telur þessi fyrrum leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins að United hafi forskot yfir Liverpool.

„Ég vil ekki leggja mat á hvaða félag hentar honum betur en annað. Ef hann fer til United veit hann að þar er hollenskur þjálfari sem þekkir hann frá HM. Það er ákveðið forskot," segir De Boer.
Athugasemdir
banner
banner
banner