Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. apríl 2017 22:31
Elvar Geir Magnússon
Æfingaleikur: Castillion með tvö fyrir Víkinga
Castillion skoraði tvö mörk.
Castillion skoraði tvö mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Víkingur R. 2 - 0 HK
1-0 Geoffrey Castillion
2-0 Geoffrey Castillion

Víkingur Reykjavík lék í kvöld sinn síðasta æfingaleik fyrir átökin framundan í Pepsi-deildinni.

Liðið fór í æfingaferð til Serbíu á undirbúningstímabilinu en því er spáð 8. sæti í spá Fótbolta.net.

Leikurinn í kvöld fór fram á gervigrasi Víkinga í Fossvoginum, Berserkjahrauni. Leikið var gegn Inkasso-liði HK og skoraði Hollendingurinn Geoffrey Castillion bæði mörkin í 2-0 sigri. Fyrra markið var sérlega glæsilegt skot í samskeytin.

Castillion er 25 ára sóknarmaður sem kom til Víkinga í vetur en hann var á sínum tíma í herbúðum Ajax og lék fyrir yngri landslið Hollands.

Víkingar mæta KR í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 1. maí.




Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner