Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 21. apríl 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars vill gervigras á Kópavogsvöll
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, segist vilja fá gervigras á Kópavogsvöll í framtíðinni. Valur og Stjarnan spila á gervigrasi í Pepsi-deildinni í sumar og Arnar reiknar með að fleiri lið geri slíkt hið sama í framtíðinni.

„Að vera með svona völl eins og Valsararnir eru með, þar sem þú ert með sprinklera og það er hægt að æfa allt árið um kring. Það væri draumur í dós," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

„Það vilja allir fara í bestu aðstæður. Ég held að það hljóti að vera gervigras og þetta endi í því. Hvort það verði eftir tvö, fimm eða tíu ár veit ég ekki."

Á vorin snýst umræðan í fótboltanum oft mikið um það hvernig grasið kemur undan vetri.

„Þetta spilar stundum rullu í íslenskum fótbolta. 2015 og í fyrra voru vellirnir mjög lélegir allan maí. Þá ertu með annars konar fóbolta. Fyrir lið sem vilja spila flottan og góðan fótbolta þá háir þetta þeim."

Arnar segir að það hafi verið rætt að setja gervigras á aðalvöllinn í Kópavogi.

„Það hefur mikið verið rætt og við viljum fá gervigras. Vandamálið í Kópavogi er að það er hlaupabraut og það er frjálsíþróttadeild sem þarf að hafa sína aðstöðu. Við erum búnir að sprengja aðstöðuna. Við erum með 1600 iðkendur og þá er Fífan og lítil."

„Við þurfum alvöru völl fyrir utan, hvort sem það er keppnisvöllurinn eða við hliðina á Fífunni. Ég vil helst fá tvo velli, einn við hliðina á Fífunni og einn á aðalvellinum. Þá vill maður helst byggja alvöru völl fyrir frjálsíþróttadeildina þannig að það sé hægt taka hlaupabrautina og færa grasið alveg upp við stúkuna. Það er kannski meira draumur en eitthvað annað,"
sagði Arnar.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Arnar í heild
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner