Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. apríl 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 3. sæti
Breiðablik varð bikarmeistari í fyrra.
Breiðablik varð bikarmeistari í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind leiðir sóknarlínuna.
Berglind leiðir sóknarlínuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst næstkomandi fimmtudag. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana. Í dag er komið að liði Breiðabliks sem er spáð 3. sætinu.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Breiðablik
4. Þór/KA
5. ÍBV
6. KR
7. Grindavík
8. FH
9. Fylkir
10. Haukar

3. Breiðablik
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í Pepsi-deild
Eftir Íslandsmeistaratitil árið 2015 þá endaði Breiðablik í 2. sæti í fyrra eftir harða baráttu við Stjörnuna fram í lokaumferð. Breiðablik hampaði hins vegar bikarmeistaratitlinum í fyrra eftir sigur á ÍBV í úrslitaleik.

Þjálfarinn: Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun Breiðabliks haustið 2014 og er því að fara inn í sitt þriðja tímabil með liðið. Þorsteinn er reyndur þjálfari sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Þrótti á árum áður en hann hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá KR.

Styrkleikar: Gengi Breiðabliks á undirbúningstímabilinu var mjög gott en eina tap liðsins kom gegn Val í úrslitaleik Lengjubikarsins. Landsliðskonurnar Fanndís Friðriksdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru allar duglegar að skora mörk. Kjarninn í hópnum er öflugur og þekkir það að vinna titla auk þess sem Þorsteinn þjálfari hefur verið lengi við stjórnvölinn og komið sínu handbragði á liðið.

Veikleikar: Vörnin var aðalsmerki Blika í fyrra en nú eru landsliðskonurnar Hallbera Gísladóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir horfnar á braut. Spurning er hvernig skarð þeirra verður fyllt. Breiðablik gerði sex jafntefli í fyrra og tapaði meðal annars dýrmætum stigum gegn FH og Selfossi. Liðið þarf að klára slíka leiki í sumar til að blanda sér í titilbaráttuna og ganga betur að brjóta andstæðinga sína á bak aftur ef þeir spila þéttan varnarleik.

Lykilmenn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Rakel Hönnudóttir.

Gaman að fylgjast með: Ingibjörg Sigurðardóttir er alltaf að fá stærra og stærra hlutverk í liði Breiðabliks en þessi tvítugi varnarmaður var í fyrsta skipti í íslenska landsliðshópnum í vetur.

Komnar:
Berglind Baldursdóttir frá Augnabliki
Elena Brynjarsdóttir frá Aftureldingu (Var í láni)
Guðrún Gyða Haralz frá Augnabliki (Var á láni)
Heiðdís Sigurjónsdóttir frá Selfossi
Samantha Lofton frá Bandaríkjunum
Sandra Sif Magnúsdóttir frá Breiðabliki

Farnar
Hallbera Guðný Gísladóttir til Djurgarden
Málfríður Erna Sigurðardóttir í Val
Olivia Chance til Englands
Ragna Björg Einarsdóttir í Álftanes
Telma Hjaltalín Þrastardóttir í Stjörnuna

Fyrstu leikir Breiðabliks
27. apríl Breiðablik – FH
2. maí Þór/KA – Breiðablik
10. maí Breiðablik – Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner