Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. apríl 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bentancur til Juventus í sumar (Staðfest)
Bentancur í leik með Boca Juniors.
Bentancur í leik með Boca Juniors.
Mynd: Getty Images
Rodrigo Bentancur, efnilegur leikmaður frá Úrúvgæ, mun ganga í raðir Ítalíumeistara Juventus frá og með næsta tímabili eftir að kaupverð upp á 9,5 milljónir evra var samþykkt.

Hinn 19 ára gamli Bentancur kemur til Juventus frá Boca Juniors í Argentínu. Hann verður leikmaður Juventus þann 1. júlí.

Bentancur kom upp í gegnum unglingastarf Boca Juniors og argentíska félagið mun fá 50% af framtíðarsöluverði. Kaupverðið gæti einnig hækkað ef leikmaurinn spilar ákveðið marga leiki.

Þessi hæfileikaríki leikmaður hefur leikið 17 leiki í argentísku úrvalsdeildinni á tímabilinu og þá á hann yngri landsleiki fyrir Úrúgvæ. Það styttist væntanlega í fyrsta A-landsleikinn.

Hann skrifaði undir fimm ára samning við Juventus.



Athugasemdir
banner
banner