Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. apríl 2017 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bikarinn: Þróttur V. vann KV - Létt hjá Kára og Árborg
Andri Júlíusson skoraði þrennu fyrir Kára.
Andri Júlíusson skoraði þrennu fyrir Kára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik Árborgar og KB, Aron Freyr Margeirsson, einn markaskorara Árborgar með boltann.
Úr leik Árborgar og KB, Aron Freyr Margeirsson, einn markaskorara Árborgar með boltann.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þremur leikjum er lokið í Borgunarbikar karla í kvöld, en 1. umferðin er í gangi. Henni lýkur svo á mánudaginn.

Í kvöld eru Þróttur Vogum, Kári og Árborg búin að tryggja sig áfram. Það var framlengt hjá Elliða og Kormáki/Hvöt.

Þróttur V. fór í heimsókn til KV og vann þar óvænt. Lokatölur urðu 2-0 á KR-velli, en KV leikur í 2. deild í sumar og Þróttur í 3. deild.

Kári frá Akranesi fór létt með Létti... Andri Júlíusson skoraði þrennu fyrir Kára sem lenti undir eftir tíu mínútur. Þeir svoruðu með fimm mörkum og unnu að lokum 6-2.

Á Selfossi var það svo Árborg sem hafði sigur. Árborg fékk KB í heimsókn og frá byrjun var það ljóst að þeir myndu vinna. KB missti tvo menn af velli með rautt spjald, en það hjálpaði ekki.

KV 0 - 2 Þróttur V.
0-1 Elvar Freyr Arnþórsson ('10 )
0-2 Andri Björn Sigurðsson ('70 )

Kári 6 - 2 Léttir
0-1 Haflði Hafliðason ('10 )
1-1 Marínó Hilmar Ásgeirsson ('23 )
2-1 Andri Júlíusson ('24 )
3-1 Arnar Freyr Sigurðsson ('29 )
4-1 Andri Júlíusson ('47, víti )
5-1 Páll Sindri Einarsson ('78 )
5-2 Rizon Gurung ('84 )
6-2 Andri Júlíusson ('88 )

Árborg 5 - 1 KB
1-0 Arilíus Óskarsson ('18 )
2-0 Aron Freyr Margeirsson ('35, víti )
3-0 Hartmann Antonsson ('45 )
4-0 Arilíus Óskarsson ('54 )
5-0 Árni Páll Hafþórsson ('83 )
5-1 Kristján Hermann Þorkelsson ('89 )
Rauð spjöld: Helgi Óttarr Hafsteinsson, KB ('74 ), Kristján Andri Einarsson, KB ('75 )

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner