fös 21. apríl 2017 20:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hallgrímur hjálpaði Lyngby að landa sigrinum
Hallgrímur byrjaði á bekknum.
Hallgrímur byrjaði á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sönderjyske 1 - 2 Lyngby
0-1 Michael Lumb ('30 )
0-2 Matthias Tauber ('52 )

Varnarmaðurinn sterki Hallgrímur Jónasson var settur inn á í lokin þegar lið hans Lyngby hafði betur gegn Sönderjyske í efra umspilinu í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hallgrímur byrjaði á bekknum, en kom inn á 90. mínútu. Þá var staðan 2-0 fyrir Lyngby eftir mörk frá Michael Lumb og Matthias Tauber í sitt hvorum hálfleiknum.

Eftir að Hallgrímur hafði komið inn á náði Sönderjyske að minnka muninn, en það skipti ekki máli.

Lokatölur 2-1 fyrir Lyngby og góður sigur þeirra staðreynd. Lyngby komst upp í þriðja sætið í efra umspilinu í Danmörku með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner