fös 21. apríl 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England um helgina - Risa undanúrslit í bikarnum
Chelsea mætir nágrönnum sínum í Tottenham í bikarnum
Chelsea mætir nágrönnum sínum í Tottenham í bikarnum
Mynd: Getty Images
Stýrir Wenger sínum mönnum í úrslitaleikinn í þriðja sinn á fjórum árum?
Stýrir Wenger sínum mönnum í úrslitaleikinn í þriðja sinn á fjórum árum?
Mynd: Getty Images
Það er risa helgi framundan í enska boltanum en spilað verður bæði í úrvalsdeildinni og bikarnum.

Landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea fá Stoke í heimsókn en leikurinn er afar mikilvægur fyrir Swansea. Liðið er nú komið í fallsæti og er tveimur stigum frá öruggu sæti.

Einnig verður hörku leikur er West Ham mætir Everton.

Fyrri leikur undanúrslita enska bikarsins fer fram á morgun en leikið verður á Wembley. Þá eigast við Lundúnarliðin og efstu tvö lið deildarinnar, Chelsea og Tottenham.

Manchester United heimsækir Burnley á sunnudag en með sigri geta Rauðu djöflarnir saxað á forskot erkifjenda sinna Manchester City en þeir bláklæddu eru fjórum stigum á undan Manchester United í fjórða sæti.

Þá snýr Christian Benteke aftur á sinni gamla heimavöll, Anfield þegar lið hans Crystal Palace heimsækir Liverpool. Liðin eru á sitt hvorum enda deildarinnar en Liverpool er í þriðja sæti á meðan Palace er í því fimmtánda.

Þá fer seinni leikur undanúrslitanna fram á sunnudag en þá eigast við Arsenal og Manchester City. Sigurlið undanúrslitanna mætast í úrslitaleik þann 27. maí.


Laugardagur 22. apríl

Enska úrvalsdeildin
14:00 Bournemouth - Middlesbrough
14:00 Hull - Watford
14:00 Swansea - Stoke Stöð 2 Sport 2
14:00 West Ham - Everton

Enski bikarinn
16:15 Chelsea - Tottenham Stöð 2 Sport 2

Sunnudagur 23. apríl

Enska úrvalsdeildin
13:15 Burnley - Manchester United Stöð 2 Sport
15:30 Liverpool - Crystal Palace Stöð 2 Sport

Enski bikarinn
14:00 Arsenal - Manchester City Stöð 2 Sport 2
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner