Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. apríl 2017 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er ferli Zlatan hjá Man Utd lokið?
Zlatan gæti verið frá í langan tíma.
Zlatan gæti verið frá í langan tíma.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Manchester United, mun ekki aðeins missa af restinni af þessu tímabili, hann líka missa af stórum hluta næsta tímabils, en þetta kemur fram á ESPN.

Í frétt ESPN segir að Zlatan verði frá í 8 til 9 mánuði.

Zlatan meiddist undir lok venjulegs leiktíma gegn Anderlecht í gærkvöldi, en meiðslin litu ekki vel út. Ljóst er að hann mun ekki spila meira á þessu tímabili og hann gæti verið lengi frá.

Ef rétt reynist hjá ESPN þá ná meiðslin fram yfir núgildandi samning Zlatan hjá Man Utd. Samningur hans rennur út eftir tímabilið, en hann á enn eftir að skrifa undir framlengingu.

Zlatan hefur skorað 28 mörk í öllum keppnum síðan hann kom til Manchester United frá PSG síðastliðið sumar.

Nú gæti farið svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning og yfirgefi félagið eftir tímabilið, þar að segja ef meiðslin eru eins alvarleg og heimildir ESPN herma.
Athugasemdir
banner
banner
banner