fös 21. apríl 2017 08:45
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik í Pepsi-deild kvenna er spáð 3. sæti í deildinni. Í dag er það hin unga og efnilega Ingibjörg Sigurðardóttir sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ingibjörg Sigurðardóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: Bjögga

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 með Grindavík.

Uppáhalds drykkur: Hvítur monster

Uppáhalds matsölustaður: Gló

Hvernig bíl áttu: Hann er silfurlitaður, veit ekki meir.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Bachelor, The Shooter er samt að koma sterkt inn núna á netflix.

Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat og twitter

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Sólrún Diego

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Sterkan brjóstsykur, þrist og hindber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Of rómantískt og klisjulegt til þess að setja hingað inn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liverpool

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Rosengard liðið í heild, get ekki valið eina.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Marta

Sætasti sigurinn: Bikarúrslitin 2016

Mestu vonbrigðin: Komast ekki í milliriðil með U19

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hrafnhildur Hauksdóttir

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Banna yoyo test

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Sonný Lára Þráinsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Allt Breiðabliks liðið eins og það leggur sig.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Andrea Rán

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Esther Rós

Uppáhalds staður á Íslandi: Sumarbústaðurinn minn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í leik við Rosengard í Meistaradeildinni þegar ég spurði Mörtu what the fuck is wrong with you, held það toppi ekkert það.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Pissa

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Körfubolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Magista

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Nína, engin spurning.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég datt niður af sviðinu í leikmannakynningu Breiðabliks fyrir sumarið 2014

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Málfríði Ernu því hún veit allt, Rakel Hönnu því hún kann allt og Sonný Láru því hún myndi halda öllum jákvæðum og syngja mig til svefns á kvöldin.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er bilaðslega hrædd við flugur.
Athugasemdir
banner
banner