Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 21. apríl 2017 22:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Stjörnunnar henti silfrinu í ruslið
Stjarnan fékk silfur í kvöld.
Stjarnan fékk silfur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Breiðablik varð meistari meistaranna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld.

Um árlegan leik Íslandsmeistara og bikarmeistara var að ræða, en í kvöld voru það bikarmeistaranir sem höfðu betur.

Fanndís Friðriksdóttir kom Blikum yfir á 20. mínútu, Rakel Hönnudóttir setti annað markið átta mínútum síðar og um miðbik seinni hálfleiks gerði Ingibjörg Sigurðardóttir út um leikinn.

Breiðablik tók gullið og Stjarnan silfrið. Einhver leikmaður Stjörnunnar var ósátt með silfrið og henti því í ruslið eins og sjá má á myndinni hér að neðan sem Fanndís Friðriksdóttir tók.



Athugasemdir
banner
banner