fös 21.apr 2017 10:19
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin: Real og Atletico Madrid mætast
Real Madrid mætir Atletico Madrid líkt og í úrslitum í fyrra.
Real Madrid mætir Atletico Madrid líkt og í úrslitum í fyrra.
Mynd: NordicPhotos
Nú rétt í þessu var dregið í undanúrslit í Meistaradeildinni. Real Madrid og Atletico Madrid mætast í nágrannaslag á meðan Monaco leikur við Juventus.

Real lagði Atletico í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum í fyrra. Árið 2014 sigraði Real í framlengingu þegar liðin áttust við í úrslitum. Þau mætast nú í undanúrslitunum.

Ljóst er að annað hvort Monaco eða Juventus fer í úrslitaleikinn. Monaco fór síðast í úrslit gegn Porto árið 2004 en Juventus mætti Barcelona í úrslitaleik árið 2015.

Undanúrslit
Real Madrid - Atletico Madrid
Monaco - Juventus

Fyrri undanúrslitaleikirnir fara fram 2 og 3. maí og þeir síðari viku síðar. Úrslitaleikurinn sjálfur fer fram í Cardiff í Wales þann 3. júní.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
banner
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 30. nóvember 14:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mán 13. nóvember 18:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | fös 10. nóvember 16:30
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar | fim 09. nóvember 17:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | mið 08. nóvember 20:40
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon | mið 25. október 13:25
Björn Berg Gunnarsson
Björn Berg Gunnarsson | þri 10. október 13:30
Valur Páll Eiríksson
Valur Páll Eiríksson | fim 07. september 15:00
No matches