Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. apríl 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistarakeppni KSÍ: Blikasigur á "teppinu" í Garðabæ
Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni.
Breiðablik hafði betur gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 3 Breiðablik
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('20)
0-2 Rakel Hönnudóttir ('28)
0-3 Ingibjörg Sigurðardóttir ('66, víti)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Það var leikið í Meistarakeppni KSÍ kvenna í kvöld. Íslandsmeistarar Stjörnunnar mættu bikarmeisturum Breiðabliks við góðar aðstæður á gervigrasinu í Garðabæ.

Bæði lið stefna á Íslandsmeistaratitilinn í sumar og því um mjög áhugaverðan leik að ræða.

Leikurinn var frekar jafn til að byrja með, en það voru Blikarnir sem skoruðu fyrsta markið á 20. mínútu. Hin öfluga Fanndís Friðriksdóttir var þar að verki, 1-0 fyrir Breiðablik.

Stjarnan reyndi að svara þessu, en átta mínútum síðar tókst Blikum að bæta við þegar Rakel Hönnudóttir skoraði.

Um miðjan seinni hálfleikinn gerði Ingibjörg Sigurðardóttir út um leikinn fyrir Blikana. Hún skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og Blikar taka þennan bikar með sér heim í Kópavoginn. Pepsi-kvenna hefst í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner