Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 21. apríl 2017 19:00
Elvar Geir Magnússon
Mesti bekkjarmatur ensku úrvalsdeildarinnar
James Tarkowski hefur það gott á bekknum.
James Tarkowski hefur það gott á bekknum.
Mynd: Getty Images
Í Podcast-þættinum Innkastið sem fór í loftið í gærkvöldi var farið yfir það hvaða þrír leikmenn hafa varið mestum tíma á varamannabekknum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Varamarkverðir voru ekki teknir með í samantektinni sem Daily Mail tók saman.

Belgíski sóknarmaðurinn Michy Batshuayi hjá Chelsea hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Antonio Conte en nær ekki að skáka James Tarkowski, varnarmanni Burnley, í bekkjarsetunni.

Tarkowski er sá leikmaður í stærstu fimm deildum Evrópu sem hefur mestum tíma varið á bekknum. Samtals eru það tveir sólarhringar og ein og hálf klukkustund.

1. James Tarkowski (Burnley) - Tveir dagar, 1 klst, 32 mínútur
2. Michy Batshuayi (Chelsea) - Tveir dagar, 0 klst, 21 mínúta
3. Alberto Moreno (Liverpool) - Einn dagur, 23 klst, 29 mínútur
4. Shaun Maloney (Hull) - Einn dagur, 16 klst, 43 mínútur
5. Brad Smith (Bournemouth) - Einn dagur, 14 klst, 53 mínútur
6. Enner Valencia (Everton) - Einn dagur, 12 klst, 55 mínútur
7. Nathaniel Chalobah (Chelsea) - Einn dagur, 12 klst, 48 mínútur
8. Kieran Gibbs (Arsenal) - Einn dagur, 12 klst, 25 mínútur
9. Jon Flanagan (Burnley) - Einn dagur, 12 klst, 13 mínútur
10. Ashley Fletcher (West Ham) - Einn dagur, 11 klst, 53 mínútur
Athugasemdir
banner
banner
banner