Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. apríl 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho vill ekki sjá Rashford á EM U21
Rashford skoraði sigurmark Man Utd í gær.
Rashford skoraði sigurmark Man Utd í gær.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, telur að sóknarmaðurinn Marcus Rashford eigi ekki að vera valinn í hópinn hjá enska U-21 árs fyrir í Evrópumótið í sumar.

Að mati Mourinho er Rashford of góður til að spila á EM U-21 liða. Mourinho segir að þegar leikmaður komist á ákveðið stig, þá sé það ekki skynsamlegt að hann sé að spila niður fyrir sig.

Hinn 19 ára gamli Rashford, sem á átta landsleiki fyrir A-landsliðs Englands, hefur leikið 49 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili.

„Nicky Butt (yfirþjálfari akademíu United) velur hann ekki í erfiða leiki hjá sér. Hann gæti samt spilað vegna aldurs," sagði Mourinho.

Rashford hefur skorað tíu mörk á tímabilinu fyrir rauðu djöflana, en hann skoraði sigurmarkið eftir framlengingu gegn Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner
banner