Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 21. apríl 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Óli Kalli að verða klár - Þorri Geir frá keppni fram á sumar
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Geir Rúnarsson.
Þorri Geir Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stutt er í að kantmaðurinn Ólafur Karl Finsen snúi aftur í lið Stjörnunnar.

Ólafur Karl sleit krossband í hné gegn Víkingi R. í maí í fyrra en hann fór ekki í aðgerð fyrr en í ágúst. Í vetur hefur hann síðan verið í endurhæfingu.

„Ólafur Karl hefur æft gríðarlega vel í vetur og verið fókuseraður á að komast í stand," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fótbolta.net.

„Hann æfði síðustu tvo dagana á Spáni fullu og var líka með í spili. Hann hefur æft síðustu 4-5 vikurnar í bolta og sendingaræfingum en ekki verið með í spili. Hann lítur hrikalega vel út og vonandi sjáum við hann sem fyrst inni á vellinum."

Í viðtali við Fótbolta.net í mars sagðist Ólafur Karl aðallega hafa verið í Playstation í vetur.

„Hann hefur æft og verið síðan í Playstation. Það er mjög gott," sagði Rúnar og hló.

„Miðað við hvernig þetta lítur út núna þá er ég bjartsýnn á að Ólafur Karl verði klár fyrr en ég átti von á og það er feykilega sterkt fyrir okkur."

Hinn 24 ára gamli Ólafur Karl var í algjöru lykilhlutverki þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti árið 2014. Ólafur skoraði þá ellefu mörk í Pepsi-deildinni en þar á meðal skoraði hann bæði mörkin gegn FH í lokaumferðinni.

Eftir sumarið var Ólafur Karl í ótrúlegu viðtali á Fótbolta.net þar sem hann fór yfir leiðina í áttina að titlinum.

Þorri Geir Rúnarsson, miðjumaður Stjörnunnar, hefur verið frá keppni vegna meiðsla á nára á þessu ári. Hann fór í aðgerð fyrir sex vikum og er að jafna sig eftir hana.

„Það eru einhverjar vikur í hann. Vonandi verður hann klár í júní eða júlí," sagði Rúnar Páll.
Athugasemdir
banner
banner
banner