Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 21. apríl 2017 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræddu við Lewandowski um að koma til Madrídar
Í djúpum samræðum.
Í djúpum samræðum.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos og Crstiano Ronaldo, stjörnur Real Madrid, ræddu við Robert Lewandowski, sóknarmann Bayern München, og báðu hann um að koma til Madrídar. Þetta gerðu þeir eftir einvígi Real Madrid og Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Guillem Balague, helsti sérfræðingur Sky Sports um spænska boltann, segir frá þessu. Hann skrifaði frétt um þetta í spænska blaðið AS í morgun og þar segir að Lewandowski haldi mikið upp á Real Madrid. Hann sé stuðningsmaður spænska liðsins.

„Ég skrifaði um þetta í AS í morgun. Eftir 8-liða úrslitin í Meistaradeildinni, þá ræddu bæði Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos við sóknarmann Bayern," sagði Balague.

„Þeir töluðu báðir við hann um hrifningu sína og hvöttu hann til að koma til Real Madrid. Lewandowski er mikill stuðningsmaður Real Madrid og það er draumur hans að spila fyrir félagið."

„Þetta þýðir ekki að Real muni reyna að kaupa Lewandowski."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner