Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. apríl 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Real Madrid hafnar tilboði frá Liverpool
Powerade
Real hafnaði tilboði frá Liverpool í Asensio.
Real hafnaði tilboði frá Liverpool í Asensio.
Mynd: Getty Images
Diego Costa - Hvað mun hann kosta?
Diego Costa - Hvað mun hann kosta?
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá slúðurpakkann úr ensku blöðunum í dag.



Chelsea er að missa þolinmæði á Diego Costa og gæti selt spænska framherjann í sumar. Costa vill fá mikla launahækkun en í dag er hann með 150 þúsund pund í laun á viku hjá Chelsea. (London Evening Standard)

Kínverska félagið TIanjin Quanjian ætlar að reyna að fá Costa í sumar en félagið er til í að borga honum 620 þúsund pund á viku. (Daily Mail)

Arsenal ætlar að bjóða Jack Wilshere (25) nýjan samning þrátt fyrir að hann hafi fótbrotnað á láni hjá Bournemouth á dögunum. Wilshere á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. (Telegraph)

Real Madrid hefur hafnað 50 milljóna punda tilboði frá Liverpool í miðjumanninn Marcos Asensio (21). (AS)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er vongóður um að liðið vinni kapphlaupið um Sead Kolasinac (23), vinstri bakvörð Schalke. Kolasinac verður samningslaus í sumar og mörg félög hafa áhuga á honum. (Daily Mirror)

Wenger er ósáttur með þann litla stuðning sem hann hefur fengið frá Arsenal á erfiðum tímum á þessu tímabili. (Times)

Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, hefur verið á spítala undanfarna tvo daga vegna veikinda. Chelsea mætir Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins á morgun og óvíst er með þátttöku Cahill þar. (Telegraph)

John Terry gæti fengið tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Cahill. (Sun)

Manchester City gæti þurft að gera Leonardo Bonucci (29 að dýrasta varnarmanni sögunnar ef félagið ætlar að fá hann frá Juventus. (Telegraph)

Everton er tilbúið að kaupa Michael Keane (24) frá Burnley á 25 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Aðrar fréttir segja að Keane fari til Everton á 20 milljónir punda en Manchester United, Manchester City og Tottenham hafa einnig áhuga. (Times)

Lazio vill fá framherjann Enes Unal (19) frá Manchester City en hann hefur skorað 17 mörk á láni með Twente á þessu tímabili. (Sun)

Brighton og Newcastle vilja fá Carl Jenkinson (25) en hann er á förum frá Arsenal í sumar. (Daily Mirror)

Stuðningsmenn WBA telja að félagið eigi ekki að semja við John Terry þegar hann yfirgefur herbúðir Chelsea. (Birmingham Mail)

Slaven Bilic, stjóri West Ham, útilokar ekki að semja við Terry. (Daily Star)

Gabriel Jesus (20) gæti snúið aftur í lið Manchester City gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins eftir að hafa verið fljótari að jafna sig af fótbroti en búist var við. (Daily Star)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill að félagið reyni að mynda betri stemningu á heimaleikjum á Etihad leikvanginum. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner