Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. apríl 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænskur fjölmiðill segir að kúlurnar hafi verið hitaðar
Ian Rush sá um að draga.
Ian Rush sá um að draga.
Mynd: Getty Images
Það var dregið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Spænska dagblaðið AS segir að um svindl hafi verið að ræða þegar dregið var þar sem kúlurnar, sem notaðar voru, hafi verið hitaðar.

Dagblaðið útskýrir ekki af hverju það sé að ásaka UEFA um þetta, en lesendur halda að það hafi verið til þess að forðast annan úrslitaleik á milli Real Madrid og Atletico Madrid. Þau drógust saman í dag.

„Fyrsta kúlan sem dregin var í dráttinum var kúla Real Madrid," segir í þessari frétt AS þar sem UEFA er ásakað um svindl.

„Ian Rush (sem sá um að draga) hristi allar kúlurnar áður en hann byrjaði að draga. Hingað til, allt eðlilegt."

„Eftir að hafa dregið Real Madrid fór Walesverjinn beint að kúlu Atletico án þess að hreyfa hinar kúlurnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner