Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. apríl 2017 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Staðan versnar hjá Sverri og félögum
Tap í öðrum leik Tony Adams - Diego berst um sæti í úrvalsdeild
Ganso mætti í markaskónum.
Ganso mætti í markaskónum.
Mynd: Getty Images
Diego kom inn á sem varamaður.
Diego kom inn á sem varamaður.
Mynd: Úr einkasafni
Það voru tveir leikir í spænska boltanum í kvöld, en í báðum þessum leikjum voru Íslendingalið að keppa. Skemmtileg tilviljun að bæði Íslendingaliðin séu að keppa á sama kvöldi.

Granada, lið Sverris Inga Ingasonar, átti erfiðan leik í Andalúsíu gegn Sevilla. Granada er í harðri fallbaráttu og þurfti sigur.

Liðið var þó aldrei nálægt því að ná honum. Sevilla komst yfir á fjórðu mínútu þegar Brasilíumaðurinn Ganso skoraði, en hann var aftur á ferðinni í upphafi síðari hálfleiks.

Lokatölur 2-0 fyrir Sevilla, en Sverrir Ingi spilaði ekki með Granada í kvöld þar sem hann var í leikbanni.

Granada stefnir niður, en þegar fimm leikir eru eftir er liðið sjö stigum frá öruggu sæti. Sevilla er á leið í Meistaradeildina.

Hitt Íslendingaliðið, Real Oviedo, gæti mögulega tekið sæti Granada í La Liga. Oviedo gerði jafntefli gegn Huesca í kvöld.

Diego Jóhannesson er á mála hjá Real Oviedo, en hann kom inn á sem varamaður á 58. mínútu eftir að leikmaður liðsins hafði fengið rautt spjald. Diego átti að hjálpa liðinu að fylla skarðið.

Staðan var 1-0 þegar Oviedo-menn misstu manninn af velli, en Huesca nýtti sér liðsmuninn og jafnaði á 68. mínútu.

Real Oviedo er í baráttu um umspilssæti, en það væri gaman að fylgjast með Diego, sem á íslenskan föður, í úrvalsdeildinni.

Sevilla 2 - 0 Granada CF
1-0 Paulo Henrique Ganso ('4 )
2-0 Paulo Henrique Ganso ('47 )

Spænska B-deildin
Real Oviedo 1 - 1 Huesca
1-0 David Costas ('29 )
1-1 Carlos Moreno ('68 )
Athugasemdir
banner
banner