Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. apríl 2017 08:24
Magnús Már Einarsson
Ugo Ehiogu látinn
Mynd: Getty Images
Ugo Ehiogu, fyrrum varnarmaður Aston Villa og enska landsliðsins lést á sjúkrahúsi í morgun.

Ehiogu fékk hjartaáfall þegar hann var að þjálfa U23 ára lið Tottenham í gær.

Hinn 44 ára gamli Ehiogu var fluttur með hraði á sjúkrahús en hann lést þar í morgun.

Ehiogu spilaði yfir 200 leiki með Aston Villa frá 1991 til 2000 áður en hann fór til Middlesbrough.

Hann lék einnig með WBA, Leeds, Rangers og Sheffield United áður en skórnir fóru á hilluna árið 2009. Árið 2014 byrjaði hann síðan að þjálfa hjá Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner