Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. apríl 2018 15:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikur: Breiðablik með sigur á Grindavík
Blikar lögðu Grindavík.
Blikar lögðu Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 3 Breiðablik
0-1 Sveinn Aron Guðjohnsen
0-2 Arnþór Ari Atlason
0-3 Arnór Gauti Ragnarsson
1-3 Rene Joensen

Breiðablik hafði betur gegn Grindavík í æfingaleik sem var að klárast en hann fór fram í Grindavík.

Breiðablik byrjaði betur og var það Sveinn Aron Guðjohnsen sem skoraði fyrsta mark leiksins. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Blika sem komu áræðnir í seinni hálfleikinn og bættu við tveimur mörkum. Arnþór Ari Atlason og Arnór Gauti Ragnarsson skoruðu mörkin.

Rene Joensen minnkaði muninn fyrir Grindvíkinga undir lokin en þar við sat og lokatölurnar 3-1 fyrir Kópavogspilta.

Pepsi-deildin hefst um næstu helgi þar sem Breiðablik fær heimaleik gegn ÍBV og Grindavík á heimaleik gegn FH.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner