Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 21. apríl 2018 11:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brandur Olsen í FH (Staðfest)
Brandur Olsen.
Brandur Olsen.
Mynd: Getty Images
FH hefur fengið færeyska landsliðsmanninn Brand Olsen í sínar raðir frá danska félaginu Randers.

Brandur er 22 ára miðjumaður sem hefur spilað með FC Kaupmannahöfn og Randers á sínum ferli.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, þekkir vel til Brands eftir að hafa unnið með honum hjá Randers. Ólafur var þjálfari hjá Randers áður en hann tók við FH í fyrra.

Fyrir færeyska landsliðið hefur Brandur leikið 16 leiki, sá fyrsti kom árið 2014, og hefur hann skorað þrjú mörk.

Fyrsti leikur FH í Pepsi-deildinni er útileikur gegn Grindavík þann 28. apríl næstkomandi. Brandur gæti tekið þátt í þeim leik.

Komnir:
Brandur Olsen frá Randers
Eddi Gomes frá Henan Jianye á láni
Egill Darri Makan frá Breiðabliki
Geoffrey Castillion frá Víkingi R.
Guðmundur Kristjánsson frá Start
Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro
Kristinn Steindórsson frá GIF Sundsvall
Rennico Clarke frá Portland Timbers
Viðar Ari Jónsson frá Brann á láni
Zeiko Lewis frá New York Red Bulls

Farnir:
Böðvar Böðvarsson til Jagiellonia Białystok (Pólland)
Bergsveinn Ólafsson í Fjölni
Emil Pálsson til Sandefjord
Guðmundur Karl Guðmundsson í Fjölni
Jón Ragnar Jónsson hættur
Kassim Doumbia til Maribor
Matija Dvornekovic
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner