Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. apríl 2018 20:51
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Championship: Aron Einar hetja Cardiff í sigri á Nottingham Forest
Aron Einar skorar markið sem tryggði Cardiff sigur.
Aron Einar skorar markið sem tryggði Cardiff sigur.
Mynd: Getty Images
Cardiff City 2-1 Nottingham Forest
1-0 Sean Morrison ('35)
1-1 Liam Bridcutt ('50)
2-1 Aron Einar Gunnarsson ('74)

Lokaleikur dagsins í Championship deildinni var viðureign Cardiff City og Nottingham Forest en heimamenn sigruðu þar 2-1.

Sean Morrison sá til þess að Cardiff var með 1-0 forystu í hálfleik en hann skoraði á 35. mínútu.

Liam Bridcutt jafnaði fyrir gestina í upphafi seinni hálfleiks og staðan var jöfn þar til á 74. mínútu.

Þá skoraði íslenski landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson sigurmark Cardiff sem kom þeim aftur í 2. sætið.

Cardiff og Fulham eru í baráttu um annað sætið en liðið sem endar þar þarf ekki að fara í umspil um að komast í ensku úrvalsdeildina og fer beint upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner