Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. apríl 2018 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Wolves meistari og Sunderland fallið
Birkir lagði upp í öruggum sigri Aston Villa
Wolves hefur tryggt sér meistaratitilinn.
Wolves hefur tryggt sér meistaratitilinn.
Mynd: Getty Images
Chris Coleman náði ekki að rétta úr kútnum með Sunderland.
Chris Coleman náði ekki að rétta úr kútnum með Sunderland.
Mynd: Getty Images
Birkir var með stoðsendingu.
Birkir var með stoðsendingu.
Mynd: Getty Images
Wolves er meistari í Championship-deildinni eftir 4-0 sigur á Bolton og Sunderland er fallið eftir tap gegn Burton Albion á heimavelli. Sunderland mun spila í C-deildinni á næsta tímabili eftir að hafa fallið úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í öruggum sigri Aston Villa á stjóralausu Ipswich-liði. Birkir lagði upp fjórða mark Villa í 4-0 sigri.

Aston Villa er í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Fulham sem er þessa stundina í öðru sæti.

Cardiff með landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson innanborðs mætir Nottingham Forest á eftir. Cardiff er í þriðja sæti tveimur stigum á eftir Fulham, en liðið á tvo leiki til góða.

Jón Daði Böðvarsson var í liði Reading sem tapaði 3-0 fyrir Sheffield Wednesday. Jón Daði spilaði 78 mínútur en Reading er ekki enn sloppið alveg við falldrauginn.

Hörður Björgvin Magnússon lék ekki með Bristol City í ótrúlegu 5-5 jafntefli gegn Hull. Hörður var ekki í leikmannahópi Bristol sem er níunda sæti deildarinnar, þremur stigum frá umspili.

Hér að neðan eru úrslit dagsins.

Birmingham 2 - 1 Sheffield Utd
0-1 Mark Duffy ('7 )
1-1 Marc Roberts ('32 )
2-1 Jacques Maghoma ('69 )

Bolton 0 - 4 Wolves
0-1 Barry Douglas ('16 )
0-2 Benik Afobe ('45 )
0-3 Diogo Jota ('53 )
0-4 Conor Coady ('65 , víti)

Brentford 2 - 1 QPR
1-0 Sergi Canos ('16 )
1-0 Ollie Watkins ('42 , Misnotað víti)
1-1 Idrissa Sylla ('45 )
2-1 Florian Jozefzoon ('69 )

Bristol City 5 - 5 Hull City
0-1 Harry Wilson ('16 )
1-1 Marlon Pack ('37 )
2-1 Famara Diedhiou ('40 )
3-1 Famara Diedhiou ('53 )
3-2 Frank Fielding ('56 , sjálfsmark)
4-2 Bobby Reid ('64 )
4-3 Harry Wilson ('72 )
4-3 Abel Hernandez ('81 )

Derby County 1 - 2 Middlesbrough
0-1 Muhamed Besic ('20 )
0-2 Britt Assombalonga ('70 )

Ipswich Town 0 - 4 Aston Villa
0-1 Conor Hourihane ('25 )
0-2 Lewis Grabban ('57 )
0-3 Lewis Grabban ('78 )
0-4 Henri Lansbury ('82 )
Rautt spjald: Grant Ward, Ipswich Town ('42)

Leeds 2 - 1 Barnsley
1-0 Tom Pearce ('17 )
1-1 Paudie O'Connor ('36 , sjálfsmark)
2-1 Ezgjan Alioski ('50 )

Preston NE 0 - 0 Norwich

Sheffield Wed 3 - 0 Reading
1-0 Fernando Forestieri ('35 )
2-0 George Boyd ('52 )
3-0 Fernando Forestieri ('73 )
Rautt spjald: Tyler Blackett, Reading ('76)

Sunderland 1 - 2 Burton Albion
1-0 Paddy McNair ('34 )
1-1 Darren Bent ('86 )
1-2 Liam Boyce ('90 )

Leikur Cardiff og Nottingham Forest hefst 18:45.



Athugasemdir
banner
banner
banner