Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. apríl 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coleman: Þetta er hræðileg tilfinning
Chris Coleman.
Chris Coleman.
Mynd: Getty Images
Chris Coleman gerði magnaða hluti með landslið Wales áður en hann ákvað að taka við Sunderland.

Sunderland var í slæmri stöðu þegar hann tók við og hann náði ekki að rétta úr kútnum. Í dag féll Sunderland úr Championship-deildinni eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

„Þetta er hræðileg tilfinning en ég vil þakka stuðningsmönnunum fyrir að mæta í dag og allt tímabilið," sagði Coleman eftir að ljóst var að Sunderland væri á leið niður í C-deild.

Þjálfaraferill Coleman var á uppleið áður en hann tók við Sunderland.

„Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á mig, ég hef aldrei fallið sem knattspyrnustjóri, þetta er auðvitað mjög sársaukafullt. Það eru hlutir hér sem þurfa að breytast."

„Þetta er sársaukafull reynsla."



Athugasemdir
banner
banner