lau 21. apríl 2018 16:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Kjartan Henry í tapliði í höfuðborginni
Kjartan Henry í viðtali.
Kjartan Henry í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Horsens sem ferðaðist til höfuðborgarinnar og mætti FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni á þessum laugardegi.

Leikurinn byrjaði hræðilega fyrir Kjartan Henry og félaga sem voru komnir 2-0 undir eftir 20 mínútur.

Á 31. mínútu skoraði Jonas Wind þriðja mark FCK og staðan í hálfleik á Parken var 3-0 fyrir Kaupmannahafnarliðið.

Horsens minnkaði muninn eftir stundarfjórðung í seinni hálfleik með marki Jonas Thorsen en lengra komst Horsens ekki. Federico Santander gerði fjórða mark FCK áður en yfir lauk og lokatölurnar voru 4-1 fyrir heimamenn.

Kjartan Henry, sem gæti verið á förum frá Horsens í sumar, var tekinn af velli eftir 70 mínútur.

FCK er í fjórða sæti í meistarariðlinum í Damörku með 53 stig en Horsens hefur 36 stig í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner