lau 21. apríl 2018 09:30
Ingólfur Stefánsson
Dyche vill skemma kveðjustund Wenger
Mynd: Getty Images
Sean Dyche stjóri Burnley segist harðákveðinn í því að skemma fyrir kveðjustund Arsene Wenger hjá Arsenal.

Wenger mun ljúka 22 ára ferli sínum hjá Arsenal í lok tímabilsins en síðasti heimaleikur hans sem stjóri liðsins verður gegn Burnley 6. maí.

Burnley hafa aldrei náð að sigra Arsenal í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Wenger og hafa tapað síðustu fimm leikjum sínum gegn liðinu oft á ansi umdeildan hátt.

„Við erum búnir að skrifa skemmtilega sögu þetta tímabil og við viljum enda hana á sigri gegn Arsenal," sagði Dyche.

„Það er auðvelt að segja það en það verður gífurlega erfitt. Það verður gaman fyrir okkur að fá að vera hluti af þessari kveðjustund hjá þessum magnaða þjálfara."

Dyche segir að þó að Burnley nái að sigra Arsenal og jafnvel taka fram úr þeim í deildinni þá muni það ekki hafa nein áhrif á arfleifð Arsene Wenger hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner