Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. apríl 2018 22:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Emery: Wenger hefur allt sem þarf til að þjálfa PSG
Wenger og Emery mættust með liðin sín í Meistaradeildinni árið 2016.
Wenger og Emery mættust með liðin sín í Meistaradeildinni árið 2016.
Mynd: Getty Images
Unai Emery knattspyrnustjóri PSG ber mikla virðinu fyrir Arsene Wenger sem tilkynnti í gær að hann myndi láta af störfum sem knattspyrnustjóri Arsenal í vor.

„Hann er frábær fyrirmynd fyrir bæði knattspyrnuheiminn og okkur þjálfarana. Hann hefur lagt mikið á sig öll þessi ár sem þjálfari," sagði Emery um Wenger.

„Á hverju ári hittumst við nokkrir þjálfararnir í Nyon og Wenger þar á meðal sem er fyrirmyndinn okkar."

„Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara. Hann hefur allt sem þarf til að þjálfa bestu lið heims eins og PSG," sagði Emery að lokum.

Sjá einnig:
Telegraph: Wenger er ekki hættur og gæti tekið við Everton
Athugasemdir
banner
banner