Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. apríl 2018 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Higuain skeit á sig"
Higuain á 70 landsleiki fyrir Argentínu. Í þeim hefur hann skorað 31 mark.
Higuain á 70 landsleiki fyrir Argentínu. Í þeim hefur hann skorað 31 mark.
Mynd: Getty Images
Alfio Basile, fyrrum landsliðsþjálfari Argentínu, kennir sóknarmanninum Gonzalo Higuain um tapið gegn Þýskalandi í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014.

Higuain leiddi sóknarlínu Argentínu í leiknum. Hann fékk dauðafæri snemma en skaut fram hjá. Hann skoraði síðar en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu.

Leikurinn fór í framlengingu en þar var það varamaðurinn Mario Götze sem reyndist hetja Þjóðverja.

„Af öllum leikmönnum, sá sem flest fólk kenndi um tapið var Gonzalo Higuain," skrifar Basile í ævisögu sinni.

„Fólk vill ekki hafa hann í landsliðshópnum, þetta færi sem hann misnotaði kostaði okkur titilinn."

„Það er ekki gott að segja að hann hafi skitið á sig en það er það sem gerðist. Hann bar ábyrgð á því að skora markið sem myndi færa Argentínu heimsmeistaratitil og það dró hann niður."

Higuain og félagar í argentíska landsliðinu mæta Íslandi í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi í sumar.


Athugasemdir
banner