Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. apríl 2018 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Roma hitaði upp fyrir Liverpool með stórsigri
Mynd: Getty Images
Spal 0 - 3 Roma
0-1 Francesco Vicari ('33 , sjálfsmark)
0-2 Radja Nainggolan ('52 )
0-3 Patrik Schick ('60 )

Roma er að fara í sinn stærsta leik á tímabilinu á þriðjudaginn gegn Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Í dag spilaði liðið við Spal og hitaði sig upp fyrir Liverpool-leikinn.

Á meðan Liverpool glutraði niður tveggja marka forystu gegn West Brom þá fór Roma á kostum gegn Spal.

Þeir leiddu 1-0 í hálfleik á heimavelli Spal og í seinni hálfleiknum bætti Radja Nainggolan og Patrik Schick við tveimur mörkum. Lokaniðurstaðan 3-0 fyrir Roma.

Edin Dzeko, Daniele De Rossi og Alessandro Florenzi byrjuðu allir á bekknum í dag enda er eins og fyrr segir mikilvægur leikur á þriðjudaginn í Liverpool-borg.

Roma er í þriðja sæti Seríu A með 67 stig en Spal er í fallbaráttu, í 17. sæti með 29 stig, einu stigi frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner