Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Klopp segir að Alexander-Arnold sé tilbúinn fyrir HM
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool er sannfærður um að Trent Alexander-Arnold hægri bakvörður liðsins sé tilbúinn að spila fyrir England á HM í Rússlandi í sumar. Klopp myndi þó frekar kjósa að leikmaðurinn ungi myndi fá hvíld í sumar.

Þessi 19 ára leikmaður hefur átt gott tímabil með Liverpool og hefur frammistaða hans undanfarið vakið upp spurningar hvort að hann verði í leikmannahóp Gareth Southgate fyrir HM í sumar.

„Auðvitað myndi ég vilja að hann fengi hvíld en það væri ekkert óeðlilegt við það ef hann yrði valinn. Hægri bakvarðastaðan er þó ekki vandamál hjá Englandi."

„Þetta er ákvörðun sem Southgate þarf að taka. Ef hann notar Walker sem miðvörð þá þarf hann líklega annan bakvörð með Trippier. Þetta yrði frábær reynsla fyrir ungan leikmann og það yrði bara jákvætt fyrir okkur."

„Hann er tilbúinn fyrir þessa áskorun. Hann er enn að þroskast sem leikmaður og á eftir að verða enn betri. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur, ég vissi það frá því að ég sá hann fyrst."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner