lau 21. apríl 2018 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kókaín fannst í blóði fyrrum markvarðar Þórs
Joshua Wicks.
Joshua Wicks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski markvörðurinn Joshua Wicks spilaði með Þór tímabilin 2012 og 2013. Wicks spilaði 14 leiki í Pepsi-deildinni sumarið 2013 en heillaði ekki með frammistöðu sinni.

Hann fór til Svíþjóðar eftir dvölina á Akureyri og hefur verið á mála hjá Sirius í sænsku úrvalsdeildinni að undanförnu.

Hann byrjaði fyrstu tvo leiki liðsins í sænsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en hann mun ekki spila fleiri leiki fyrir félagið.

Wicks féll nefnilega á lyfjaprófi en kókaín fannst í blóði hans.

„Þetta er mikið sjokk. Við höfum aldrei lent í þessu áður og erum óreyndir á þessu sviði," segir stjórnarformaður Sirius, Ove Sjöblom.

Wicks gæti fengið allt að fjögurra ára bann frá fótbolta en að sögn Sjöblöm er hann niðurbrotinn.

„Ferill hans er búinn," segir Sjöblöm enn fremur.

Wicks er 34 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner