Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 07:00
Ingólfur Stefánsson
Özil stoltur af því að hafa spilað fyrir Wenger
Mynd: Getty Images
Mesut Özil leikmaður Arsenal segist vera stoltur af því að hafa fengið að spila undir stjórn Arsene Wenger hjá Arsenal og segir að Wenger hafi spilað lykilhlutverk í ákvörðun hans að ganga til liðs við félagið.

Wenger fékk Özil frá Real Madrid fyrir 42 milljónir punda árið 2013. Özil hefur nú spilað yfir 150 leiki fyrir liðið og unnið enska bikarinn þrisvar sinnum.

Wenger tilkynnti í gær að hann myndi ekki halda áfram að þjálfa liðið á næsta tímabili.

„Hann er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Hann sannfærði mig og ég er stoltur af því að hafa spilað fyrir hann. Það bera allir hér mikla virðingu fyrir honum," sagði Özil.

„Hann er með góðan persónuleika, hann er hreinskilinn og ber virðingu fyrir fólki. Það vilja allir spila fyrir stjóra eins og hann."

Framtíð Özil hjá félaginu var lengi vel í óvissu en hann skrifaði undir nýjan samning í janúar. Özil segir að Wenger hafi átt stóran þátt í því.

„Hann vildi halda mér og mér hefur alltaf liðið vel hérna. Ég vildi aldrei fara héðan og nú stefnum við að því að ná frekari árangri."
Athugasemdir
banner
banner
banner