Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Kári hjálpaði Aberdeen að landa sigrinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason lék síðustu fimm mínúturnar er Aberdeen lagði Kilmarnock að velli í skosku úrvalsdeildinni.

Aberdeen heimsótti Kilmarnock og braut ísinn á 37. mínútu þegar Kenny McLean skoraði. Shaleum Logan bætti við öðru marki eftir stundarfjórðun og staðan orðin 2-0.

Kári kom inná á 85. mínútu og hjálpaði Aberdeen að landa sigrinum. Kári verður í landsliðshópi Íslands á HM í sumar.

Annars er það er að frétta í Skotlandi að Celtic mistókst að tryggja sér titilinn sjöunda árið í röð í þar sem liðið tapaði gegn Hibernian. Aberdeen er í öðru sæti, 10 stigum á eftir Celtic þegar fjórar umferðir eru eftir af skosku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner