Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. apríl 2018 15:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Hoffenheim vann stórt í Leipzig
Klukkan slær enn hjá Hamburger SV
Hoffenheim valtaði yfir Leipzig.
Hoffenheim valtaði yfir Leipzig.
Mynd: Getty Images
Holtby skoraði sigurmark Hamburg.
Holtby skoraði sigurmark Hamburg.
Mynd: Getty Images
Óvæntustu úrslitin í þýska boltanum í dag komu í Leipzig þar sem Hoffenheim kjöldró heimamenn í RB Leipzig.

Fyrir leikinn var Leipzig með einu stigi meira en Hoffenheim í fimmta sæti á meðan Hoffenheim var í því sjötta. En það var Hoffenheim sem sýndi gæði á meðan leikmenn Leipzig voru arfaslakir.

Hoffenheim leiddi 3-0 í hálfleik og í upphafi seinni hálfleiks fékk Emil Forsberg að líta rauða spjaldið. Tíu leikmenn Leipzig minnkuðu muninn en Hoffenheim svaraði þá með tveimur mörkum. Miðvörðurinn Dayot Upamecano minnkaði muninn fyrir Leipzig í 5-2 á lokamínútunum og það urðu lokatölur.

Hoffenheim er því komið upp fyrir Leipzig í fimmta sæti deildarinnar. Leipzig er áfram í sjötta sæti þar sem Eintracht Frankfurt, undir stjórn Niko Kovac, tapaði 3-0 fyrir Hertha Berlín.

Klukkan slær enn hjá Hamburger SV eftir 1-0 sigur á Freiburg í dag. HSV er í næst neðsta sæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggu sæti með þrjá leiki eftir. Hamburger er eina liðið sem hefur aldrei fallið úr þýsku úrvalsdeildinni en liðið þarf að spýta í lófanna á lokasprettinum til að viðhalda þeim árangri.

Bayern sem er búið að tryggja sér meistaratitilinn vann 3-0 sigur á Hannover en einbeitingin hjá Bayern er væntanlega farin á leik gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í miðri viku.

Gamli refurinn Jupp Heynckes, stjóri Bayern, á enn möguleika á þrennunni á þessu tímabili.

Þá ber að nefna það að Stuttgart vann 2-0 sigur á Werder Bremen og spilaði Aron Jóhannsson síðustu 20 mínúturnar fyrir Bremen.

RB Leipzig 2 - 5 Hoffenheim
0-1 Marc Uth ('14 )
0-2 Serge Gnabry ('35 )
0-3 Pavel Kaderabek ('45 )
1-3 Oliver Baumann ('49 , sjálfsmark)
1-4 Marc Uth ('59 )
1-5 Lucas Rupp ('64 )
2-5 Dayot Upamecano ('88 )
Rautt spjald: Emil Forsberg, RB Leipzig ('48)

Eintracht Frankfurt 0 - 3 Hertha
0-1 Davie Selke ('57 , víti)
0-2 Matthew Leckie ('77 )
0-3 Alexander Esswein ('90 )
Rautt spjald: Makoto Hasebe, Eintracht Frankfurt ('80)

Hamburger 1 - 0 Freiburg
1-0 Lewis Holtby ('54 )
Rautt spjald: Caglar Soyuncu, Freiburg ('71)

Hannover 0 - 3 Bayern
0-1 Thomas Muller ('57 )
0-2 Robert Lewandowski ('73 )
0-3 Sebastian Rudy ('89 )

Stuttgart 2 - 0 Werder
1-0 Christian Gentner ('13 )
2-0 Berkay Ozcan ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner