Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 21. apríl 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Þýskaland í dag - Dortmund og Leverkusen berjast um 3.sætið
Mynd: Getty Images
Það eru sex leikir á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Þýskalandsmeistarar Bayern heimsækja Hannover klukkan 13:30. Frankfurt og Hertha Berlin mætast á sama tíma en Frankfurt geta komist upp í Evrópusæti með sigri.

Liðin fyrir ofan Frankfurt, RB Leipzig og Hoffenheim mætast innbyrðis en baráttan um Evrópu- og Meistaradeildarsæti í deildinni er gífurlega spennandi.

Aron Jóhannsson gæti spilað með Werder Bremen þegar liðið sækir Stuttgart heim.

Í lokaleik dagsins mætast Dortmund og Leverkusen. Liðin eru jöfn að stigum í 3. og 4. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Leipzig í því fimmta.

Leikir dagsins:
13:30 Hannover - Bayern
13:30 Hamburger - Freiburg
13:30 Frankfurt - Hertha Berlin
13:30 Leipzig - Hoffenheim
13:30 Stuttgart - Werder Bremen
16:30 Dortmund - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner