Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. apríl 2018 18:59
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þýskaland: Öruggt hjá Dortmund gegn Leverkusen
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund 4 - 0 Bayer Leverkusen
1-0 Jadon Sancho ('13 )
1-0 Marco Reus ('37 , Misnotað víti)
2-0 Marco Reus ('55 )
3-0 Maximilian Philipp ('63 )
4-0 Marco Reus ('79 )

Lokaleikur dagsins í þýsku Bundesligunni var viðureign Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen, en þar voru skoruð fjögur mörk.

Öll mörkin í leiknum skoruðu heimamenn í Dortmund, Jadon Sancho skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik en Marco Reus misnotaði vítaspyrnu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Hann var hins vegar á skotskónum á 55. mínútu og staðan orðin 2-0 fyrir Dortmund, Maximilian Philipp bætti svo við þriðja marki heimamanna á 63. mínútu.

Marco Reus skoraði annað markið sitt og fjórða mark Dortmund á 79. mínútu og lokastaðan í þessum leik 4-0 sigur heimamanna í Dortmund.

Dortmund er nú með þriggja stiga forskot á Leverkusen í 3. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner