Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. apríl 2018 12:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Rúrik í hægri bakverði í jafntefli
Rúrik í landsleik á dögunum.
Rúrik í landsleik á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúrik Gíslason lék í hægri bakverði hjá Sandhausen þegar liðið gerði jafntelfi við fallbaráttulið Darmstadt í þýsku B-deildinni á þessum fallega laugardegi.

Rúrik var í hægri bakverði í dag en hann hefur verið að spila þá stöðu vel með Sandhausen. Hann gæti verið kostur fyrir íslenska landsliðið í hægri bakvörðinn en Birkir Már Sævarsson hefur eignað sér þá stöðu síðustu árin.

Sandhausen náði forystunni eftir 10 mínútur gegn Darmstadt og leiddi 1-0 í hálfleik.

Það tók Darmstadt hins vegar aðeins fimm mínútur í seinni hálfleik til þess að jafna metin og þar við sat, niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Sandhausen er í áttunda sæti þýsku B-deildarinnar eftir að hafa verið í umspilsbaráttu framan af. Það eru þrír leikir eftir í deildinni og síðan tekur við HM þar sem Rúrik verður HM-hópi Íslands nema eitthvað komi upp á.
Athugasemdir
banner
banner
banner