lau 21. apríl 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vieira orðaður við Arsenal en er mjög ánægður í New York
Patrick Vieira í leik með Arsenal.
Patrick Vieira í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá félaginu eftir að Arsene Wenger tilkynnti það í gær, að hann væri að hætta eftir tímabilið eftir tæp 22 ár í starfi.

Vieira var fyrirliði Arsenal í kringum aldamótin. Hann vann ensku úrvalsdeildina þrisvar og bikarinn þrisvar á níu árum hjá félaginu undir stjórn Arsene Wenger.

Vieira þjálfaði U23 lið Manchester City frá 2013 til 2015 og tók svo við New York City FC í MLS-deildinni 2016 þar sem hann hefur þjálfað við góðan orðstír síðustu ár.

„Ég var í níu ár hjá Arsenal og félagið er því sérstakt fyrir mig," sagði Vieira við útvarpsstöðina WNYE í New York.

„En það er ekki endilega nóg fyrir mig til að ég stýra liðinu."

„Það er alltaf gaman að heyra nafnið þitt í tengslum við önnur störf, það er gott fyrir sjálfstraustið þitt en á sama tíma er ég mjög ánægður hérna," sagði Vieira.

„Við munum sjá hvað gerist á næstu árum."

Vieira er langt frá því að vera sá eini sem hefur verið orðaður við starfið því þjálfarar eins og Carlo Ancelotti, Luis Enrique, Joachim Löw, Thomas Tuchel og Brendan Rodgers hafa einnig verið orðaðir við það, sem og margir fleiri.

Sjá einnig:
Wenger styður Patrick Vieira sem framtíðarstjóra Arsenal



Athugasemdir
banner
banner
banner